Vörumynd

Sun sófi 3s Cortina Silfur

Furninova

Sun sófinn frá sænska merkinu Furninova er vandaður, fagur og tímalaus. Hann fæst í nokkrum litum bæði 2,5 og 3ja sæta. Sófinn er á 17 cm dökkum járnfótum. Í pullum er þéttur, kaldpressaður sv...

Sun sófinn frá sænska merkinu Furninova er vandaður, fagur og tímalaus. Hann fæst í nokkrum litum bæði 2,5 og 3ja sæta. Sófinn er á 17 cm dökkum járnfótum. Í pullum er þéttur, kaldpressaður svampur sem dúar mátulega og yfir honum mjúk trefjafylling.

Sun sófinn hefur fremur granna arma. Armarnir hafa mjúkar línur, þeir grennast upp og eru 9 cm þar sem þeir eru grennstir. Vegna armanna nýtist breidd sófanna sérlega vel undir setsvæði en setsvæði 2,5 sæta sófans er 145 cm að breidd. Armarnir eru þó í meðalhæð eða um 27 cm frá setu. Bakhæðin (hæðin á bakpullum) er um 45 cm.
Sun er djúpur og er setdýptin um 60 cm. Sethæðin er um 44 cm.

Sun sófinn var hannaður sem útgáfa af Smile sófanum, svipaður að flestu leyti en með önnur stærðarmál (Sun er nettari sófi), svo við mælum við með að kíkt sé á hann ef þér finnst Sun næstum fullkominn – bara með örlítið röng stærðarmál.

Furninova er sænskt hönnunarfyrirtæki stofnað 1991 af Benny Nilsson. Furninova er leiðandi í Skandinavíu á sínu sviði í húsgögnum og heildarlausnum fyrir heimilið. Sjáðu Furninova sófa verða til með því að smella hér

Verslanir

  • Húsgagnahöllin
    159.990 kr.
    119.992 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt