Vörumynd

Siglingin um síkin - IB

Gyða býr um stundarsakir hjá Sölva syni sínum.
Hann ætlar að útvega henni íbúð í stað stóra
hússins sem selt var en það dregst úr hömlu.
Eiginmaðurinn Hallg...

Gyða býr um stundarsakir hjá Sölva syni sínum.
Hann ætlar að útvega henni íbúð í stað stóra
hússins sem selt var en það dregst úr hömlu.
Eiginmaðurinn Hallgrímur er dáinn og Svölu
dóttur sína hefur hún hvorki séð né heyrt í
áratugi en saknar hennar alltaf jafnsárt. Á
daginn er Elena hjá henni, ung kona úr fjarlægu
landi sem Gyðu finnst vakta sig eins og fanga.
En Gyða er út undir sig og sleppur stundum undan
vökulum augum Elenu. Einn slíkan frídag hittir
hún Önund aftur, gamlan elskhuga sem sveik hana
forðum, og fortíðin verður óumflýjanleg.

En
hvað fór svona hræðilega úrskeiðis og hvers
vegna? Siglingin um síkin er saga um minningar
og gleymsku og æviuppgjör við trumbuslátt
búsáhaldabyltingarinnar.

Álfrún Gunnlaugsdóttir
hefur verið meðal virtustu rithöfunda
þjóðarinnar síðan hún gaf út sína fyrstu bók.
Síðasta skáldsaga hennar, Rán (2008), var
tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og
hlaut bæði Menningarverðlaun DV og
Fjöruverðlaunin.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt