Vörumynd

Morgnar í Jenín - kilja

Við stofnun Ísraelsríkis 1948 er palestínsk
fjölskylda hrakin úr þorpinu þar sem ættin hefur
búið öldum saman og í kjölfarið finnur hún sér
hæli í flóttaman...

Við stofnun Ísraelsríkis 1948 er palestínsk
fjölskylda hrakin úr þorpinu þar sem ættin hefur
búið öldum saman og í kjölfarið finnur hún sér
hæli í flóttamannabúðunum í Jenín. Á leiðinni
hverfur eitt barnanna, ungur drengur sem elst
upp í gyðingdómi, en bróðir hans fórnar öllu
fyrir málstað Palestínumanna. Systirin Amal
flyst til Bandaríkjanna en snýr aftur og kynnist
ást, missi og hefndarþorsta. Saga fjölskyldunnar
er saga palestínsku þjóðarinnar, flóttamanna í
sextíu ár Í einlæg og mannleg frásögn sem oft
hefur verið líkt við Flugdrekahlauparann.

Susan
Abulhawa er sjálf barn palestínskra flóttamanna
en fluttist til Bandaríkjanna á unglingsárum.
Bókin, sem bregður nýju ljósi á deilurnar við
botn Miðjarðarhafs, hefur þegar vakið mikla
athygli og verið gefin út í fjölmörgum
löndum.

Ásdís Guðnadóttir þýddi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt