Vörumynd

Íslensk setningafræði ný

Bókin er einkum ætluð nemendum á háskólastigi
sem vilja eða þurfa að kynna sér
grundvallaratriði íslenskrar setningafræði.
Höfundur er kennari við Háskóla Í...

Bókin er einkum ætluð nemendum á háskólastigi
sem vilja eða þurfa að kynna sér
grundvallaratriði íslenskrar setningafræði.
Höfundur er kennari við Háskóla Íslands og bókin
er byggð á margra ára reynslu hans og fleiri
kennara á háskólastigi af setningafræðikennslu.
Bókin er þó ekki eingöngu ætluð háskólanemendum.
Allir áhugamenn um setningafræði og málfræði
ættu að geta haft gagn af henni. Í bókinni eru
skýrð tengsl setningafræði við aðra þætti
málfræðinnar, lýst gerð og hlutverki einstakra
setningarliða, fjallað um einfaldar setningar,
samsettar málsgreinar o.s.frv. Þá er einnig
vikið að samanburði nokkurra aðferða við
setningalýsingu, einkum þeirra sem hafa tíðkast
í íslenskum skólum. Í bókinni er fjöldi verkefna
og í henni er vísað til margra íslenskra greina,
fræðibóka og kennslubóka þar sem fjallað er um
setningafræði og setningagerð.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt