Vörumynd

Church centres

Á síðustu áratugum hefur hugtakið ³staðurË,
verið mjög til umræðu meðal fræðimanna með
sérstakri áherslu á pólitískt, félagslegt og
efnahagslegt mikilvægi s...

Á síðustu áratugum hefur hugtakið ³staðurË,
verið mjög til umræðu meðal fræðimanna með
sérstakri áherslu á pólitískt, félagslegt og
efnahagslegt mikilvægi stærstu staða á
þjóðveldistímanum. Ekki voru þó allir staðir
meðal hinna mikilvægustu kirkna og nokkrar ríkar
og voldugar kirkjur á Íslandi voru ekki staðir,
samkvæmt viðurkenndri skilgreiningu. Á
alþjóðlegri ráðstefnu í Reykholti 2002 var kynnt
til sögunnar hugtakið kirkjumiðstöð (church
centre). Þar voru rædd og reifuð helstu einkenni
kirkjumiðstöðva og mikilvægi þeirra fyrir
kirkjulegt starf á tímabilinu 11. til 13. öld.
Gerður var samanburður við kirkjur í Noregi,
Svíþjóð, Þýskalandi og Englandi á miðöldum.
Jafnframt var fjallað um almenna kirkjusögu
Íslands og sérstaklega um sóknir (tíundarumdæmi
og prestaköll) og fjölda presta og mikilvægi
þeirra. Margt af því efni sem fram kom á
ráðstefnunni er gefið út á þessari bók auk
tveggja greina um höfuðdrætti íslenskrar
kirkjusögu fram til um1300.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt