Vörumynd

Surtsey

Tvær nýjar bækur um Surtsey eftir dr. Sturlu
Friðriksson, önnur á ensku Surtsey, Ecosystems
Formed og hin á þýsku Surtsey, Entstehung von
Ökosystemen. Eru þ...

Tvær nýjar bækur um Surtsey eftir dr. Sturlu
Friðriksson, önnur á ensku Surtsey, Ecosystems
Formed og hin á þýsku Surtsey, Entstehung von
Ökosystemen. Eru þær byggðar á fyrri bókum dr.
Sturlu, sem fylgst hefur með þróun eyjarinnar og
uppbyggingu lífríkisins í yfir 40 ár. Bækurnar
eru einkum ætlaðar til að fræða erlenda menn um
eyna, en mikill fjöldi ferðamanna siglir árlega
í kringum eða flýgur yfir Surtsey. Í bókunum
skýrir dr. Sturla frá uppbygginu og eyðingu
lands á Surtsey og hvernig lífverur berast um
langan veg yfir hafið og nema land á úthafsey.
Rakin er landnámssaga frumbyggjanna og hvernig
þeir í samvinnu við aðra síðkomna landnema hafa
myndað einföld samfélög og byggt upp lífríki
eyjarinnar. Sérstæð og heillandi er sagan um
mótun lífheims Surtseyjar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt