Vörumynd

Ástin á tímum ömmu og afa

Bókin fjallar um ástir, lífsstarf og hugðarefni
hjónanna Bjarna Jónassonar (1891Í1984) kennara,
bónda, fræðimanns og sveitarhöfðinga í
Bólstaðarhlíðarhreppi...

Bókin fjallar um ástir, lífsstarf og hugðarefni
hjónanna Bjarna Jónassonar (1891Í1984) kennara,
bónda, fræðimanns og sveitarhöfðinga í
Bólstaðarhlíðarhreppi og Önnu Sigurjónsdóttur
(1900Í1993) húsmóður. Bjarni biðlaði fyrst
bréfleiðis til Önnu í febrúar 1920 og lét ekki
hugfallast þótt hann fengi afsvar í fyrstu. Í
bókinni er ástarsaga þeirra rakin í gegnum
fjölda bréfa Bjarna til Önnu og dagbækur hans
frá árunum 1908Í1926. Persónuleg skrif Bjarna
veita einstaka innsýn í tilfinningalíf ungs
manns og draga um leið upp lifandi mynd af
íslensku samfélagi á fyrstu áratugum tuttugustu
aldar.
Ástin á tímum ömmu og afa er gefin út af
Háskólaútgáfunni í fræðibókaritröðinni Sýnisbók
íslenskrar alþýðumenningar sem ritstýrt er af
sagnfræðingunum Davíð Ólafssyni, Má Jónssyni og
Sigurði Gylfa Magnússyni.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt