Vörumynd

Útkall-Ofviðri í Ljósufjöllum

Þegar unnusta flugmanns farþegavélar sem er á
leið frá Ísafirði til Reykjavíkur er að taka til
heima hjá sér fær hún skyndilega hugboð og lítur
á klukkuna -...

Þegar unnusta flugmanns farþegavélar sem er á
leið frá Ísafirði til Reykjavíkur er að taka til
heima hjá sér fær hún skyndilega hugboð og lítur
á klukkuna - hún er hálftvö - hana grunar að
eitthvað sé að. Hálfri klukkustund síðar hringir
síminn og karlmannsrödd segir:³Flugvélarinnar er
saknað - hún hvarf af ratsjá." Hér er greint frá
flugslysinu í Ljósufjöllum í apríl 1986 þegar
þeir sem lifðu af slysið urðu að bíða á elleftu
klukkustund eftir hjálp. Pálmar Gunnarsson, sem
missti bæði konu sína og lítið barn, er að missa
vonina. Hrikalegt ofviðri í
Snæfellsnesfjallgarðinum veldur björgunarmönnum
ótrúlegum erfiðleikum. Snjóbílar þurfa að aka um
nýfallin snjóflóð og þyrlan TF-SIF flýgur
hættuflug upp í fjöllin.Flugrekstrastjórinn,
sem seldi farþegunum miða í flugið, fær nagandi
samviskubit og stúlkan, sem missti bæði móður
sína og systur í slysinu, segir frá því hvernig
hún hefur, þrátt fyrir allt, öðlast gott líf með
þakklæti að leiðarljósi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt