Vörumynd

Mírgorod

Hávallaútgáfan hefur gefið út sagnasafnið
Mírgorod eftir Nikolaj Gogol, eitt höfuðskáld
rússneskra bókmennta. Sögurnar fjórar, sem
Mírgorod samanstendur af,...

Hávallaútgáfan hefur gefið út sagnasafnið
Mírgorod eftir Nikolaj Gogol, eitt höfuðskáld
rússneskra bókmennta. Sögurnar fjórar, sem
Mírgorod samanstendur af, bera ótrúlega
fjölhæfum anda Gogols vitni og eiga það sammerkt
að vísa allar til heimahaga skáldsins í Úkraínu.
Landeigendur frá liðinni tíð er tregablandin
lýsing á hjónum sem eyða ævikvöldinu saman í
friðsæld, ást og öryggi á landareign sinni í
sveitinni. Hetjusagan Taras Búlba dregur upp
blóði drifna mynd af styrjöldum kósakka á
sextándu öld. Víj er dulmögnuð hrollvekja þar
sem norn kemur fram hefndum með aðstoð óvættar.
Sagan af því hvernig í brýnu sló milli Ívans
Ívanovitsj og Ívans Nikiforovitsj er bráðfyndin
frásögn af fáránlegri deilu tveggja vina.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt