Vörumynd

Konur á rauðum sokkum

Konur á rauðum sokkum! Hittumst á Hlemmi klukkan
hálf eitt!
Svona hljómaði útkallið í útvarpi
allra landsmanna þann fyrsta maí árið 1970 og
íslensk...

Konur á rauðum sokkum! Hittumst á Hlemmi klukkan
hálf eitt!
Svona hljómaði útkallið í útvarpi
allra landsmanna þann fyrsta maí árið 1970 og
íslenska Rauðsokka-hreyfingin marseraði niður
Laugarveginn. Lítið vissu þær þá hve löng og
viðburðarík sú ferð átti eftir að verða.

ÿBarátta Rauðsokkahreyfingarinnar fyrir
jafnrétti kynjanna, sjálfsákvörðunarrétti kvenna
yfir eigin líkama og frelsi til að vera
manneskja - ekki markaðsvara var hafin. Þær voru
sagðar ljótar, karlmannlegar, loðnar og
ókvenlegar. Þær voru sagðar karlahatarar, kommar
og kvenrembur
Í en hver er þeirra eigin saga?

Í þessari óvenjulegu og skemmtilegu
heimildamynd segja sextán rauðsokkar okkur
söguna af einni umdeildustu hreyfingu
Íslandssögunnar. Í viðtölum, hreyfimyndum,
grafík og tónlist opnast okkur sjaldgæf sýn á
atburði sem áttu eftir að leiða af sér aðrar
hreyfingar og baráttu sem enn er ekki lokið.
Eða er það?
Leikstjórn Halla Kristín Einarsdóttir

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt