Vörumynd

Líðan framhaldsskólanema

Bókin ³Líðan framhaldsskólanema: um
námserfiðleika, áhrifaþætti og ábyrgð samfélagsÊ
fjallar um kenningar um líðan og þroska barna og
unglinga, þróun þekkin...

Bókin ³Líðan framhaldsskólanema: um
námserfiðleika, áhrifaþætti og ábyrgð samfélagsÊ
fjallar um kenningar um líðan og þroska barna og
unglinga, þróun þekkingar á námserfiðleikum og
mismunandi skilgreiningar á þeimog hvaða áhrif
þeir geta haft á nám nemenda. Þá er fjallað um
mikilvægi fjölskylduaðstæðna, tengsl og stuðning
við fjölskyldur. Auk þess er fjallað um þróun
skólalöggjafar á Íslandi með tilliti til þróunar
stuðningsúrræða fyrir nemendur sem eiga í
erfiðleikum með nám. Áhersla er lögð á mikilvægi
þess að unnið sé út frá heildarsýn í málum
nemenda sem eiga undir högg að sækja innan
skóla. Bókin á erindi til allra sem láta sig
skólamál varða og vilja fylgjast með þróun mála
innan skólakerfisins. Auk þess á hún erindi til
þeirra sem starfa í skólum og þeirra sem koma að
stefnumótun í málaflokknum. Hér er komin bók sem
nemendur í grunn- og framhaldsnámi í háskóla
geta stuðst við.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  4.890 kr.
  4.392 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  4.899 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt