Vörumynd

Lífsfylling - nám á fullorðins

Út er komin bók eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur
prófessor við kennaradeild HA sem ber nafnið
Lífsfylling - nám á fullorðinsárum. Í bókinni
segja konur og ka...

Út er komin bók eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur
prófessor við kennaradeild HA sem ber nafnið
Lífsfylling - nám á fullorðinsárum. Í bókinni
segja konur og karlar, sem lokið hafa
meistaranámi í menntunarfræði í háskólum, hér á
landi eða erlendis, frá reynslu sinni af náminu;
áhugahvötinni, kennslunni og leiðsögninni sem
þau fengu, hvernig þeim leið á meðan á náminu
stóð og hvaða ávinning þau höfðu af náminu.
Bókinni er ætlað að auka skilning nemenda og
kennara á þörfum nemenda sem stunda framhaldsnám
í háskóla.
Vitað er að auðlind hins fullorðna
manns er lífsreynslan, hún er það afl sem knýr
fólk til að takast á við ný og ögrandi
viðfangsefni. Í bókinni er gerð grein fyrir því
hvað nám felur í sér, rakin söguleg þróun náms á
fullorðinsárum og fjallað um kenningar
fræðimanna um námsleiðir sem henta fullorðnu
fólki fremur en yngra fólki eða börnum.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt