Vörumynd

Við góða heilsu?

Í bókinni Við góða heilsu? Konur og heilbrigði í
nútímasamfélagi eru fimmtán kaflar eftir
íslenskar og erlendar fræðikonur um heilsufar
kvenna. Bókin er inn...

Í bókinni Við góða heilsu? Konur og heilbrigði í
nútímasamfélagi eru fimmtán kaflar eftir
íslenskar og erlendar fræðikonur um heilsufar
kvenna. Bókin er innlegg í fræðilega og
samfélagslega umræðu um ýmis málefni tengd
heilsu og samfélagsstöðu kvenna sem hafa verið
ofarlega á baugi í samtímanum. Megináhersla er
lögð á að sýna hvernig lífeðlisfræðilegir og
félags- og menningarlegir þættir móta viðhorf
okkar og hafa áhrif á heilsufar og
sjúkdómsmeðferð kvenna.

Bókin skiptist í fjóra
efnisflokka:
-Blæðingar og ímynd
kvenna
-Barneignir og heilsa
-Samfélagsgerð og
heilsa
-Einkenni og sjúkdómar

,,Sú bók sem hér
birtist á vonandi eftir að vekja miklar og
frjóar umræður um heilbrigði kvenna, afstöðu til
kvenlíkamans og kyngreindar rannsóknir á
heilbrigðissviði enda kemur hún viða við. Hér
spinna konur úr sálfræði, félagsfræði,
ljósmóðurfræði, hjúkrunar- og læknisfræði þræði
í vef sem gefur okkur breiða mynd af því sem vel
er gert sem og áhyggjuefnum."
Kristín
Ástgeirsdóttir

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt