Vörumynd

Ofbeldi -Margbreytileg birt

Í Ofbeldi: Margbreytileg birtingarmynd er greint
frá niðurstöðum nýlegra rannsókna um tíðni og
áhrif ofbeldis á heilsufar kvenna hér á landi.
Sérstaklega er...

Í Ofbeldi: Margbreytileg birtingarmynd er greint
frá niðurstöðum nýlegra rannsókna um tíðni og
áhrif ofbeldis á heilsufar kvenna hér á landi.
Sérstaklega er fjallað um þætti sem hafa áhrif á
heilsu kvenna sem eru beittar ofbeldi í nánum
samböndum og greint frá áhrifum langvarandi
líkamlegs, andlegs og kynferðislegs ofbeldis á
andlega heilsu þeirra. Fjallað er um
heimilisofbeldi sem viðfangsefni innan
heilbrigðisþjónustunnar og hversu algengt og
alvarlegt það er. Skoðað er hvað komi helst í
veg fyrir að konur greini frá því að þær séu
beittar ofbeldi og skýri frá þeirri reynslu. Þá
er greint frá líðan og reynslu barnshafandi
kvenna sem beittar hafa verið ofbeldi en
afleiðingar þess á meðgöngu geta verið
alvarlegar bæði fyrir verðandi móður og fóstrið.
Að lokum er fjallað um ofbeldi gegn konum með
líkamlega fötlun þar sem sérstök áhersla er lögð
á fötlunar tengt og umönnunartengt ofbeldi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt