Vörumynd

Svo fagurgrænar og frjósamar

Smásagnasafn með sögum frá þremur eyríkjum í
Karíbahafi: Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska
lýðveldinu. Í safninu eru sögur eftir þekkta
rithöfunda frá tuttugus...

Smásagnasafn með sögum frá þremur eyríkjum í
Karíbahafi: Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska
lýðveldinu. Í safninu eru sögur eftir þekkta
rithöfunda frá tuttugustu öld. Smásagnaritun á
sér alllanga sögu í Suður- og Mið-Ameríku.
Upphaf hennar má rekja til nýlendutímabilsins
þegar sögur og frásagnir birtust í króníkum og
ýmsum ritum. Á 19. öld kemur nútímasmásagan fram
á sjónarsviðið en undir lok aldarinnar og á 20.
öld þróast hún, nær þroska og festir sig í sessi
sem bókmenntagrein. Hinar spænsku-mælandi eyjar
í Karíbahafi hafa ekki farið varhluta af þessari
þróun og hafa eignast marga afbragðsgóða
smásagnahöfunda. Í þessu smásagnasafni sem kemur
hér fyrir sjónir lesenda eru þrjátíu sögur frá
eyjunum þremur: tíu frá Kúbu, tíu frá Púertó
Ríkó og tíu frá Dóminíska lýðveldinu. Sögurnar
spanna 20. öldina og voru valdar með það í huga
að gefa yfirsýn yfir helstu strauma og höfunda
aldarinnar. Þær eru fjölbreyttar að efni og gerð
og varpa ljósi á sögu og líf fólks á
systureyjunum þremur.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt