Vörumynd

Ég og þú

Ég & þú er þriðja bók Jónínu Leósdóttur um
unglingsstúlkuna Önnu og fyrstu kynni hennar af
ástinni. Hinar fyrri, Kossar & ólífur og Svart &
hvít...

Ég & þú er þriðja bók Jónínu Leósdóttur um
unglingsstúlkuna Önnu og fyrstu kynni hennar af
ástinni. Hinar fyrri, Kossar & ólífur og Svart &
hvítt, hafa notið fádæma vinsælda hjá lesendum
og fengið afar góða dóma gagnrýnenda. Jónína
hlaut Vorvinda-viðurkenningu IBBY-samtakanna
fyrir fyrri bækurnar tvær. Kata er friðlaus af
söknuði eftir kærastanum í Brighton og talar um
fátt annað en hann. Anna er fámálli um sínar
tilfinningar og enginn veit að einnig hún skildi
hjarta sitt eftir á Englandi. Annar
menntaskólaveturinn er rétt að byrja og
vinkonurnar órar ekki fyrir þeim sviptingum sem
hann hefur í för með sér. Jónína Leósdóttir (f.
1954) hefur lengi starfað sem blaðamaður og
ritstjóri, en einnig skrifað skáldsögur,
æviminningabækur og leikverk.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  1.990 kr.
  1.741 kr.
  Skoða
 • Penninn
  4.035 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt