Vörumynd

Málarinn - IB

Þegar Jóhannes Kjarval gefur drengnum Davíð
málverk eftir sig á sýningu í Listamannaskálanum
1945 er framtíð Davíðs ráðin. Hann hlýtur að
verða listmálari. ...

Þegar Jóhannes Kjarval gefur drengnum Davíð
málverk eftir sig á sýningu í Listamannaskálanum
1945 er framtíð Davíðs ráðin. Hann hlýtur að
verða listmálari. Fjörutíu árum seinna er Davíð
þekktur og dáður málari, verkin hans seljast
grimmt, hann er vel stæður og vel giftur. En
hann hefur aldrei öðlast þá viðurkenningu
menningarpáfanna sem hann þráir og hryllilegt
slys, sem ef til vill var Davíð að kenna, varpar
dimmum skugga á fjölskyldulífið mörgum árum
eftir að það átti sér stað.

Málarinn er
viðburðarík og áhrifamikil skáldsaga um átök í
sálinni og átök milli fólks, togstreitu, umrót
og metnað.

Ólafur Gunnarsson hefur skrifað
fjölda skáldsagna sem vakið hafa mikla athygli.
Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir
söguna Öxin og jörðin.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt