Vörumynd

Ferðin ógurlega

Siggistebbi hefur hangið inni í herberginu sínu
árum saman að spila tölvuleiki og glápa á
sjónvarpið. Einn daginn skoppar kona í gegnum
gluggann hjá honum, ...

Siggistebbi hefur hangið inni í herberginu sínu
árum saman að spila tölvuleiki og glápa á
sjónvarpið. Einn daginn skoppar kona í gegnum
gluggann hjá honum, lendir á sjónvarpinu og
mölbrýtur það. Þar er komin frú Fribbentropp.
Öfugt við Siggastebba sem er örmjó písl þá er
frú Fribbentropp svo mikil um sig að hún getur
ekki sest inn í bíl án þess að eitthvað brotni.
Siggistebbi fer með frú Fribbentropp til þess
að fá nýtt sjónvarp. En atburðirnir taka óvænta
stefnu. Illur galdrakarl hefur rænt eiginmanni
frú Fribbentropp og án þess að Siggistebbi fái
rönd við reist er hann á leið á flugskútu til
Sahara eyðimerkurinnar. En þetta er einungis
upphafið af ferðinni ógurlegu.
Því hún verður
ógurlegri við hvert fótmál.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt