Vörumynd

Anna María-Saknað fornaldar

Saknað fornaldar er fyrsta sólóplata Önnu Maríu.
Vinnu við tónlistina á plötunni hóf hún árið
2009, þá við nám í Rythmic Music Conservatory í
Kaupmannahöfn....

Saknað fornaldar er fyrsta sólóplata Önnu Maríu.
Vinnu við tónlistina á plötunni hóf hún árið
2009, þá við nám í Rythmic Music Conservatory í
Kaupmannahöfn. Þar fór hún að grúska í gömlum
íslenskum ljóðabókum sem hún erfði frá
ömmu sinni og afa. Tónlistin á plötunni er samin
við ljóðin í bókunum. Þó eru á plötunni tvö lög
sem hún samdi við ljóð eftir íslenskt ungskáld,
Sölva Björn Sigurðsson. Við vinnslu á plötunni
komst Anna María að því að næstum öll
ljóðskáldin höfðu búið í Kaupmannahöfn á
einhverjum tímapunkti, þó 100-300 árum áður.
Ljóðabækurnar voru síðan prentaðar af ungum
námsmönnum í Kaupmannahöfn í kringum árið 1940
þegar amma og afi Önnu Maríu bjuggu í
Kaupmannahöfn. Ísland og Danmörk tengjast á
dularfullan hátt saman á plötunni og flétta
saman tilfinningar og vangaveltur Íslendinga
yfir hundruðir ára. Undirliggjandi er
ættjarðarást og söknuður til Íslands. Hilmar
Jensson leiðbeindi Önnu Maríu í verkefninu
og með-pródúseraði.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt