Vörumynd

Reykjavg. 2010,Lækj-Frík-Sóley

Reykjavíkurgötur: Lækjargata, Fríkirkjuvegur,
Sóleyjargata Viðfangsefni verkefnisins er að
kanna samhengi arkitektúrs og borgarrýma
sögulegra gatna í miðbor...

Reykjavíkurgötur: Lækjargata, Fríkirkjuvegur,
Sóleyjargata Viðfangsefni verkefnisins er að
kanna samhengi arkitektúrs og borgarrýma
sögulegra gatna í miðborg Reykjavíkur. Miðborg
Reykjavíkur felur í sér mikilvægan og
fjölbreytilegasta snertiflöt byggðar og
menningar í landinu. Með
göturannsóknarverkefnunum er leitast við að
skilja þróun byggðar og almenningsrýma í
Reykjavík. Með því að kanna, kortleggja og miðla
þessum upplýsingum er hægt að spyrja nýrra
spurninga um þessi rými, eiginleika þeirra og
mögulega framtíðarþróun. Rannsóknin er unnin með
fyrsta árs nemendum í arkitektúr við
Listaháskóla Íslands og felur í sér að kanna
ramma borgarrýmanna, teikna upp byggingar,
fræðast um sögu þeirra og þróun, kortleggja ýmsa
félagslega, menningarlega og umhverfislega þætti
sem áhrif hafa á mótun byggðar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt