Vörumynd

Kvöldverðurinn - kilja

Bræðurnir Paul og Serge sitja á glæsilegum
veitingahúsi ásamt eiginkonum sínum. Á
yfirborðinu virðist allt slétt og fellt. Þau
spjalla um kvikmyndir, sumarl...

Bræðurnir Paul og Serge sitja á glæsilegum
veitingahúsi ásamt eiginkonum sínum. Á
yfirborðinu virðist allt slétt og fellt. Þau
spjalla um kvikmyndir, sumarleyfi ... en allt
annað hvílir á þeim eins og mara: Fimmtán ára
synir þeirra hafa framið ódæðisverk sem vekur
óhug hjá þjóðinni og aðeins foreldrarnir vita
hverjir hinir seku eru - enn sem komið er.
Eiga
þau að horfast í augu við voðaverkið og kalla
drengina til ábyrgðar? Eða eiga þau að vernda
synina og orðspor fjölskyldunnar hvað sem það
kostar?
Einstaklega vel fléttuð og spennandi
saga sem vakið hefur heimsathygli.
Höfundurinn
Herman Koch er þekktur fyrir ágengan stíl; verk
hans enduróma skilning á mannlegum breyskleika
og flóknum samskiptum fólks. Verðlaunasaga þessi
var valin bók ársins í Hollandi árið 2009.
Jóna
Dóra Óskarsdóttir þýddi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt