Vörumynd

Bernskudagar í Breiðafirði

Höfundurinn, Einar Sigurðsson, fæddist í
Gvendareyjum árið 1933 og ólst þar upp
til
þrettán ára aldurs, að fjölskyldan fluttist
brott. Í Að námi lo...

Höfundurinn, Einar Sigurðsson, fæddist í
Gvendareyjum árið 1933 og ólst þar upp
til
þrettán ára aldurs, að fjölskyldan fluttist
brott. Í Að námi loknu í íslenskum fræðum
við
H.Í. 1963 starfaði Einar um skeið hjá
Handritastofnun Íslands, en frá 1964
í
Háskólabókasafni. Hann var háskólabókavörður
frá 1974, en landsbókavörður frá 1994,
allt til
starfsloka 2002.
Á uppvaxtarárum Einars var búið
á fimm eyjabýlum í mynni
Hvammsfjarðar:
Gvendareyjum, Brokey, Öxney,
Rifgirðingum og Ólafsey, sem einu nafni voru
nefndar
Suðureyjar.
Auk eigin minninga styðst
höfundurinn við dagbækur föður síns og bróður,
m.a. við
greiningu á myndum, en þær eru um 150,
svarthvítar eða í lit.
Höfundurinn rekur
búskaparferil foreldra sinna, sem og lífshlaup
næstu ættliða þar á
undan.
Fyrri ábúendur í
Gvendareyjum koma við sögu, svo sem Þormóður
skáld og
³galdrameistariÊ. Hingað til hefur því
lítt verið veitt athygli, að um miðja 19. öld
bjó í
Gvendareyjum einn merkasti gullsmiður
þeirrar tíðar, Björn Magnússon.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt