Vörumynd

Studier i AM 557 4to

AM

Studier i AM 557 4to.
Kodikologisk, grafonomisk
och ortografisk undersökning av en isl„ndsk
sammelhandskrift från 1400-talet eftir Lasse
Mårtensson...

Studier i AM 557 4to.
Kodikologisk, grafonomisk
och ortografisk undersökning av en isl„ndsk
sammelhandskrift från 1400-talet eftir Lasse
Mårtensson, 2012.

Lasse Mårtensson fjallar í
þessari bók um handritið AM 557 4to sem stundum
er kallað Skálholtsbók og hefur að geyma 12
Íslendinga sögur, sjálfstæða Íslendinga þætti og
riddarasögur, en það er sennilega einna þekktast
fyrir að vera annað aðalhandrit Eiríks sögu
rauða. Að útliti lætur handriti ekki mikið yfir
sér, mörg blaðanna ná ekki fullri stærð og
virðist ekki hafa verið vandað sérstaklega til
þess. Það var skrifað á fyrri hluta 15.
aldar.

Hér er um að ræða mikilsvert framlag til
handritafræðirannsókna. Annars vegar eykur
rannsóknin skilning á íslenskum handritum á 15.
öld og hins vegar sýnir hún, svo að ekki verður
um villst, hversu mikilvægt hjálpartæki
grafkerfisfræði getur verið við greiningu á
skrift, stafsetningu og rithöndum.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt