Vörumynd

Ljóðmæli Hallgrímur Péturs.IV

Fjórða bindið í fræðilegri heildarútgáfu á
verkum Hallgríms Péturssonar kemur hér fyrir
almennings sjónir. Það hefur að geyma andlegan
kveðskap sem tengist ...

Fjórða bindið í fræðilegri heildarútgáfu á
verkum Hallgríms Péturssonar kemur hér fyrir
almennings sjónir. Það hefur að geyma andlegan
kveðskap sem tengist hringrás náttúrunnar,
tímaskiptum, svo sem dægra- og
árstíðabreytingum. Hér er bæði um lengri sálma
og stök vers að ræða, alls 39 talsins. Eru það
morgun- og kvöldsálmar og vers, sálmar við
upphaf vetrar og sumars. Einnig sálmar sem
ætlaðir voru til kennslu og uppfræðslu, t.d við
fermingarundirbúning, svo og tveir borðsálmar,
annar ætlaður til söngs fyrir máltíð en hinn
eftir máltíð. Texti hvers kvæðis er prentaður
stafréttur eftir aðalhandriti eða prentaðri
útgáfu en orðamunur úr öðrum handritum birtur
neðanmáls. Gerð er rækileg grein fyrir
varðveislu hvers kvæðis auk þess sem hanrditunum
sem við sögu koma er lýst í sérstakri skrá.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt