Vörumynd

Hroki og hleypidómar-Kilja ný

Hroki og hleypidómar kom út í fyrsta skipti árið
1813 og er einhver frægasta ástarsaga
heimsbókmenntanna. Fjörug, ögrandi og fyndin
leiðir Jane Austen persó...

Hroki og hleypidómar kom út í fyrsta skipti árið
1813 og er einhver frægasta ástarsaga
heimsbókmenntanna. Fjörug, ögrandi og fyndin
leiðir Jane Austen persónur sínar út á dansgólf
sögunnar þar sem þær stíga sín þokkafullu spor,
hring eftir hring, sem smám saman þrengist utan
um söguhetjurnar.
Þegar ungur, vel stæður
karlmaður flytur í héraðið fara sveitungarnir
undir eins að orða hann við fallegustu
heimasætuna í grenndinni. Sú saga hefði
fljótlega endað vel ef vinur hans, auðugur
piparsveinn úr öðru héraði, hefði ekki farið að
skipta sér af þessum ráðagerðum. Í hroka sínum
þykir honum stúlkan ekki af nógu góðum ættum og
vekur með því heiftarlega hleypidóma systur
hennar.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt