Vörumynd

Viðvaningur

Viðvaningur eða smíðabæklingur handa unglingum
var tilbúinn til prentunar 1868, en var þó ekki
gefinn út fyrr en Hallgrímur Gíslason,
dóttursonarsonur höfun...

Viðvaningur eða smíðabæklingur handa unglingum
var tilbúinn til prentunar 1868, en var þó ekki
gefinn út fyrr en Hallgrímur Gíslason,
dóttursonarsonur höfundar, skrifaði handritið
upp, ritaði formála og gaf út árið 2010.
Bæklingnum er skipt í 138 kafla og fjallar meðal
annars um eiginleika málma, smíðar úr þeim,
litun og gyllingu, ýmsa útreikninga, uppskriftir
að ýmsum efnum, litun á tré, hornum og beinum og
að lokum eru nokkur húsráð. Aftan við meginmálið
er eftirmáli höfundar þar sem hann gerir grein
fyrir tilgangi ritsins og að lokum er örstutt
athugasemd. Því miður hafa myndirnar sem áttu að
vera í bæklingnum ekki fundist. Bæklingurinn
hefur nýst vel sem handbók fyrir áhugafólk um
margs konar handverk.

Verslanir

  • Penninn
    2.281 kr.
    2.053 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt