Vörumynd

Hákonar saga Pakki

Hákonar saga Hákonarsonar er langmerkasta
heimild sem varðveitt er um sögu Noregs á
13.
öld. Sagan er rituð 1264-65 af Sturlu Þórðarsyni
sagnaritar...

Hákonar saga Hákonarsonar er langmerkasta
heimild sem varðveitt er um sögu Noregs á
13.
öld. Sagan er rituð 1264-65 af Sturlu Þórðarsyni
sagnaritara að beiðni Magnúsar
konungs
Hákonarsonar. Hákon var við völd
1217-1263, lengur en nokkur annar
Noregskonungur.
Meginefni fyrri hluta sögunnar
fjallar um samskipti og deilur Hákonar og Skúla
jarls Bárðarsonar.
Það stuðlaði að sáttum milli
þeirra þegar Hákon gekk að eiga Margréti dóttur
Skúla, en
jafnvel hertoganafnbótin sem Hákon
veitti Skúla 1237 fullnægði ekki metnaði hans
til lengdar.
Tveimur árum síðar lét Skúli gefa
sér konungsnafn, og þar með var friðurinn
rofinn. Úrslitaorrustunni
vorið 1240 lauk með
algerum sigri Hákonar konungs. Margir aðrir
uppreisnarflokkar
risu upp gegn Hákoni, en honum
tókst að friða Noreg og sameina undir sinni
stjórn. Ennfremur
lagði hann undir sig Ísland,
Grænland og stóran hluta Bretlandseyja. Þar var
hann staddur
ásamt miklu liði þegar hann tók
sótt og andaðist, 1263.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt