Vörumynd

Til Eyja

Fjörutíu árum eftir að jörðin rifnaði á Heimaey,
nánast við bæjardyrnar á Kirkjubæ, vitjar Edda
Andrésdóttir liðinna tíma. Annars vegar þess
þegar hún var þ...

Fjörutíu árum eftir að jörðin rifnaði á Heimaey,
nánast við bæjardyrnar á Kirkjubæ, vitjar Edda
Andrésdóttir liðinna tíma. Annars vegar þess
þegar hún var þar stelpa á sumrin hjá ömmu sinni
og móðurfólki. Hins vegar dvalarinnar þegar hún,
nýorðin blaðamaður, fylgdist með fjölmörgum
húsum bernskunnar verða hrauni, ösku og eldi að
bráð.
Hér er fólkið á Kirkjubæ í forgrunni,
lífið og sumrin á sjötta og sjöunda áratugnum
þegar Edda var kúasmali og mjólkurpóstur og
Bítlarnir og Rolling Stones slógu taktinn í
Eyjum, milli þess sem á dundu áföll og sorgir.
Til Eyja geymir minningar um stað sem í
barnssálinni var miðja heimsins. Þar lifði fólk
í stórbrotinni náttúru sem gaf og tók á víxl,
uns allt þetta hvarf skyndilega af yfirborði
jarðar, djúpt undir hraun.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.111 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt