Vörumynd

Leikvöllurinn

Jasmin Pascal-Anderson er liðsforingi í sænska
hernum. Við skyldustörf á vegum NATO í Kosovo
særist hún alvarlega og hjarta hennar stöðvast í
eina mínútu og...

Jasmin Pascal-Anderson er liðsforingi í sænska
hernum. Við skyldustörf á vegum NATO í Kosovo
særist hún alvarlega og hjarta hennar stöðvast í
eina mínútu og fjörtíu sekúndur. Þegar hún kemst
til meðvitundar segir hún frá því að á milli
lífs og dauða sé ógnvænlegur staður,
ofbeldisfull hafnarborg þar sem von um líf
gengur kaupum og sölum. Og versti staðurinn þar
er leikvöllurinn.

Þegar þarf að stöðva hjarta
sonar hennar í örstutta stund í aðgerð eftir
alvarlegt bílslys treystir Jasmin drengnum ekki
til að hafa það af einsamall í heiminum hinu
megin. Þá eru engin ráð önnur en að fylgja honum
yfir um ...

Leikvöllurinn er sjötta spennubók
Lars Kepler en á bak við það nafn standa hjónin
Alexandra og Alexander Ahndoril. Fyrri bækur
þeirra hafa notið mikilla vinsælda víða um heim
og verið þýddar á fjölda tungumála.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    3.899 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt