Vörumynd

Hugvit

Hugmyndir hönnuðarins Einars Þorsteins
Ásgeirssonar byggja á þeirri sannfæringu hans að
hugvit geti byggt betri heim sé því rétt beitt.
Verk hans endurspegl...

Hugmyndir hönnuðarins Einars Þorsteins
Ásgeirssonar byggja á þeirri sannfæringu hans að
hugvit geti byggt betri heim sé því rétt beitt.
Verk hans endurspegla mikla þekkingu og einstaka
sýn á lögmál náttúrunnar og hvernig beita megi
þessum lögmálum í arkitektúr, hönnun og
myndlist. Í bókinni Hugvit eru hugmyndum Einars
Þorsteins gerð skil í máli og myndum. Í vandaðri
grein Péturs H. Ármannssonar og viðtali
Guðmundar Odds Magnússonar við Einar kynnist
lesandinn einstökum hugsuði sem markað hefur
spor í íslenska hönnunarsögu og verið
þátttakandi í alþjóðlegum straumum og stefnum.
Bókin endurspeglar mikla þekkingu og einstaka
sýn á lögmál náttúrunnar og hvernig beita megi
þessum lögmálum í arkitektúr, hönnun og
myndlist. Athygli er beint að stórmerkum
uppgötvunum Einars á sviði rúmfræði, meðal
annars gullinfangi, sem er flötungur byggður á
fimmfaldri samhverfu og prýðir tónlistarhúsið
Hörpu.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt