Vörumynd

Sögunarkarl, goðverur, sjálf

Sögunarkarl, goðverur, sjálf inniheldur 14
greinar ásamt nokkrum ritdómum um bókmenntir,
íslenskar og vestur-íslenskar. Er iðulega rætt
um efnið á nótum fræ...

Sögunarkarl, goðverur, sjálf inniheldur 14
greinar ásamt nokkrum ritdómum um bókmenntir,
íslenskar og vestur-íslenskar. Er iðulega rætt
um efnið á nótum fræðilegrar orðræðu um
veruleika, sjálfsveru og kyn. Greinarnar eru
samdar á síðustu 25 árum og hafa flestar birst
áður í tímaritum eða bókum.
Vestur-Íslendingar
stigu á land í nýjum heimi er vestur kom og
þurftu að finna sér nýjar aðferðir við að tjá
sig og þann nýja veruleika sem blasti við þeim í
framandi aðstæðum. Bókmenntir íslensku nýbúanna
þróuðust um margt öðruvísi en gerðist heima á
Íslandi, bæði um efni og efnistök. Þegar
vestur-íslenskir rithöfundar voru að kljást við
nýjan veruleika og mörk tungumálsins voru
höfundar hér á Fróni að færa út landamæri
málsins í aðrar áttir en handan hafsins. Er í
bókinn mest rætt um Jóhann Magnús Bjarnason,
Guðrúnu Helgu Finnsdóttur, Lauru Goodman
Salverson og Kristjönu Gunnars sem færir þessar
bókmenntir inn á svið póstmódernisma með því
t.d. að flækja tengsl tungumáls.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt