Vörumynd

Íslensk kirkjusaga

Útkoma þessarar bókar er sannarlega mikið
þakkarefni. Handhægt yfirlitsrit um íslenska
kirkjusögu hefur lengi vantað. Verkið er hugsað
bæði sem alþýðlegt ri...

Útkoma þessarar bókar er sannarlega mikið
þakkarefni. Handhægt yfirlitsrit um íslenska
kirkjusögu hefur lengi vantað. Verkið er hugsað
bæði sem alþýðlegt rit fyrir söguþyrstan
almenning og sem fræðirit fyrir fræðimenn og
kennara, jafnt sem nemendur á hærri
skólastigum.Ef til vill er mesti styrkur
verksins fólgin í því hvernig fléttað er saman
kirkjusögu og menningarsögu Íslands. Það leiðir
vonandi til aukins skilnings á því hversu stóran
sess kirkjan og trúin skipa í menningarsögu
landsins. Hér er efnið rakið í tímaröð en fyrst
og fremst út frá hinni sögulegu framþróun hinnar
almennu kirkju, trúarhugmyndum hennar og
heimsmyndarbreytingum. Sérstaklega má benda á
hvernig höfundur styður áherslur sínar og
sögutúlkun með vísan til kveðskapar og ljóðmáls
yfirleitt, sem lifði á vörum þjóðarinnar og
mótaði hugsun hennar og viðhorf.Vænta má þess
allir þeir sem áhuga hafa fyrir kirkjusögu og
trúarlegri menningu þjóðarinnar taki þessari bók
með fögnuði.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt