Vörumynd

Leyndarmál vísindanna DVD

Í Leyndarmálum vísindanna sameina Sprengju-Kata
og Einar Mikael töframaður krafta sína og sýna
fjölmargar spennandi tilraunir sem krakkar á
öllum aldri geta...

Í Leyndarmálum vísindanna sameina Sprengju-Kata
og Einar Mikael töframaður krafta sína og sýna
fjölmargar spennandi tilraunir sem krakkar á
öllum aldri geta sjálfir glímt við heima.
Sprengju -Kata og Einar Mikael koma úr ólíkum
áttum en eru bæði þekkt fyrir að halda
stórskemmtilegar sýningar fyrir börn á öllum
aldri. Sprengju-Kata elskar efnafræði og
spennandi efnahvörf. Hún hefur haldið fjölmargar
skemmtilegar efnafræðisýningar ásamt
Sprengjugengi Háskóla Íslands og sér um
efnafræðinámskeið Háskóla unga fólksins. Einar
Mikael töframaður er einn færasti brellumeistari
landsins og vel þekktur fyrir risa
sjónhverfingar og ótrúleg töfrabrögð sem gera
áhorfendur gapandi af undrun. Leyndarmál
vísindanna er frábær eign fyrir alla unga
vísindamenn, bæði stelpur og stráka.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt