Vörumynd

Undir berjabrekku

Undir berjabrekku eftir Ágústu Ósk Jónsdóttur á
Egilsstöðum ER fjórtánda bókin í flokknum
Austfirsk ljóðskáld. Útgefandi er Félag
ljóðaunnenda á Austurlandi...

Undir berjabrekku eftir Ágústu Ósk Jónsdóttur á
Egilsstöðum ER fjórtánda bókin í flokknum
Austfirsk ljóðskáld. Útgefandi er Félag
ljóðaunnenda á Austurlandi. Ljóðagerðin hefur
verið tómstundaiðja Ágústu allt frá æskuárum
þótt hún hafi ekki gefið út ljóðabók fyrr en nú.
Bókinni er ekki skipt í kafla eins og mörgum
fyrri bókum félagsins en samt má segja að Ágústa
hafi raðað ljóðunum í þrjá meginflokka. Fyrst
koma að sjálfsögðu ljóðin sem tengd eru
æskuslóðunum, jörðinni og lífríkinu öllu Í jafnt
og mannlífinu. Þá koma ljóð sem tengd eru búsetu
hennar á Jökuldal og að lokum nýrri ljóð sem
urðu til eftir að þau hjónin fluttu til
Egilsstaða. Inni á milli er síðan að finna
fjölbreytta flóru ljóða um margvísleg efni,
minningar og kveðjur, ljóð um lífið sjálft og um
ástina. Ljóð bókarinnar eru fjölbreytt að efni
en form þeirra er einnig fjölbreytilegt. Mörg
ljóðanna eru óbundin og sú ljóðagerð ferst
Ágústu vel úr hendi en hún hefur einnig gott
vald á hefðbundnum brag.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt