Vörumynd

Seiðmagn Óbyggðanna

Bókin Seiðmagn óbyggðanna er greinasafn. Það
inniheldur þrjátíu og fimm
ferðagreinar sem
skrifaðar voru á árunum 1996-2012. Meirihluti
þeirra birti...

Bókin Seiðmagn óbyggðanna er greinasafn. Það
inniheldur þrjátíu og fimm
ferðagreinar sem
skrifaðar voru á árunum 1996-2012. Meirihluti
þeirra birtist
í Morgunblaðinu undir
fyrirsögninni Á slóðum F.Í. á þeim áratug sem ég
sat í
stjórn Ferðafélagsins. Hinar greinarnar
birtust flestar í tímaritinu Útivera.
Ég á rætur
í Ferðafélagi Íslands og ferðaðist mikið sem
barn og unglingur.
Ung að árum hafði ég farið um
mestallt hálendi Íslands og kynnst töfrum
óbyggðanna.
Ferðafélaginu á ég líf mitt að þakka
á vissan hátt, því að þar kynntust
foreldrar
mínir á fjórða áratug síðustu aldar. Faðir minn,
Steinþór Sigurðsson
náttúrufræðingur, var
varaforseti félagsins í áratug, frá 1937 til
dauðadags, en
hann fórst í Heklugosinu 1947.
Móðir mín, Auður Jónasdóttir, hélt áfram

ferðast eftir lát hans. Hún var mikil
ferðakona sem fór sumar hvert í margra
daga
óbyggðaferð.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt