Ást er þjófnaður er safn stuttra ritgerða um
höfundarétt og bókaþjófnað eftir Eirík Örn
Norðdahl. Bókin var skrifuð og gefin út á einum
helvítis mánuði um m...
Ást er þjófnaður er safn stuttra ritgerða um
höfundarétt og bókaþjófnað eftir Eirík Örn
Norðdahl. Bókin var skrifuð og gefin út á einum
helvítis mánuði um mitt ár 2011 með það fyrir
augum að flækja umræðuna. Bókin kom út bæði sem
prentgripur og sem rafbók gegn frjálsu framlagi
á
www.norddahl.org
. Bókin fór einróma sigurför
um netheima Í var rænt, stolið og hnuplað einsog
heitum lummum Í þrátt fyrir að hafa hlotið litla
athygli í hefðbundnari miðlum. Bókin er 156
síður í litlu broti.