Vörumynd

Táknmál drauma

Eðli drauma er leiðsögn hvort sem hún er
veraldleg eða andleg. Sífellt fleira fólk
dreymir drauma sem eru guðleg leiðsögn, en sú
leiðsögn er send okkur á tá...

Eðli drauma er leiðsögn hvort sem hún er
veraldleg eða andleg. Sífellt fleira fólk
dreymir drauma sem eru guðleg leiðsögn, en sú
leiðsögn er send okkur á táknmáli sem fáir
skilja ennþá.
Alla dreymir þó að við skiljum og
munum mismikið af draumunum okkar. Drauma fyrir
daglátum er nokkuð auðvelt að skilja og fólk býr
sér jafnvel til sitt eigið táknmál til að túlka
þá, því að undirvitundin notar okkar eigin
þekkingu þegar hún sendir okkur skilaboð.
Þeir
draumar sem eru guðleg leiðsögn er ólíkir
daglátadraumum að því leiti að táknmálið alltaf
eins. Það er eins og sjálfstætt tungumál sem
þarf að læra til að geta lesið táknmálið og er
þessari bók ætlað að veita innsýn í þennan heim
táknmáls og hvernig við getum notað það til að
skilja draumana okkar.
Höfundur bókarinnar,
Sigrún Gunnarsdóttir, hefur lengi unnið með
drauma í gegnum sína andlegu þróunarvinnu, en
hún er Reikimeistari, miðill og andlegur
leiðbeinandi.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.990 kr.
  2.708 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.111 kr.
  2.803 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt