Vörumynd

Fólkið í klettunum

Við upphaf heimsins er jörðin fæddist af ryki og
eldi urðu til tveir heimar. Eins og tvíburar sem
hafa verið aðskildir frá fæðingu. Annar
heimurinn var óskö...

Við upphaf heimsins er jörðin fæddist af ryki og
eldi urðu til tveir heimar. Eins og tvíburar sem
hafa verið aðskildir frá fæðingu. Annar
heimurinn var ósköp venjulegur heimur með
venjulegu fólki. Hinn heimurinn var ólíkur
honum. Það var hinn huldi heimur. Heimur töfra
og álfa. Báðir heimar fóru í gegnum álíka þróun.
Sömu verur komu fram á svipuðum tíma og hurfu
síðan í gleymskunnar ský. Mynd þeirra og leifar
urðu eftir í bergi langt ofan í jörðu. Þegar
mennirnir komu fram urðu þeir smátt og smátt
meistarar sinna heima. En mennirnir í venjulega
heiminum höfðu enga töframætti. Þeir höfðu
aðeins kollinn sinn og hendur. En með þessum
tækjum bjuggu þeir til heiminn sinn. Það er
heimurinn okkar. Í heimi álfa voru töfrar. Þar
höfðu menn töframætti, ólíkt mönnum í
mannheimum. Þar gátu menn og konur hreyft
jörðina, þyrlað upp ryki og myndað eld úr lófum
sínum. Þau höfðu meiri styrk og meiri hraða.
Hæfileikar þeirra voru ótrúverðugri en menn gátu
nokkurn tímann grunað.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.790 kr.
  990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  2.999 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt