Vörumynd

Harriet Tubman- MP3

Harriet Tubman fæddist árið 1822. Foreldrar
hennar voru þrælar og þess vegna var hún líka
þræll. Hún strauk norður þangað sem ekki var
þrælahald og fór svo ...

Harriet Tubman fæddist árið 1822. Foreldrar
hennar voru þrælar og þess vegna var hún líka
þræll. Hún strauk norður þangað sem ekki var
þrælahald og fór svo margar ferðir suður til að
leiða strokuþræla norður. Hún var njósnari og
leiðsögumaður í her Norðanmanna í
Borgarastríðinu á svæðum sem hún
gjörþekkti.
Fólk hennar, svartir þrælar í
Suðurríkjunum kölluðu hana MOSES og treystu
leiðsögn hennar.
Margir söngvar sem nú eru
þekktir sem negrasálmar urðu til úti á ökrunum
við vinnu þrælanna. Drengjakór Reykjavíkur
syngur tvo þessara söngva. Þetta voru söngvar
Harriet Tubman og hún söng þá oft.
Bryndís
Víglundsdóttir tók saman efni þessarar
hljóðbókar og studdist einkum við þrjár bækur um
Harriet, eina sem Ann Petry skrifaði og tvær sem
Sarah Bradford, kennari og vinur Harriet
skrifaði í samvinnu við hana.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt