Vörumynd

Ritsafn Guðfinnu Þorsteinsdótt

Ritsafn skáldkonunnar Guðfinnu Þorsteinsdóttur
(1891Í1972) frá Teigi í Vopnafirði er nýlega
komið út. Ritsafnið er fimm bindi, yfir nítján
hundruð blaðsíður...

Ritsafn skáldkonunnar Guðfinnu Þorsteinsdóttur
(1891Í1972) frá Teigi í Vopnafirði er nýlega
komið út. Ritsafnið er fimm bindi, yfir nítján
hundruð blaðsíður að stærð. Frumsamdar bækur
Guðfinnu, sem birti ljóð sín undir skáldaheitinu
Erla, eru prentaðar í tveimur bindum safnsins og
úrval óbirtra ljóða og frásagnaþátta í öðrum
tveimur. Fimmta bindið er ítarleg ritgerð um líf
og ritstörf skáldkonunnar eftir Önnu Þorbjörgu
Ingólfsdóttur, lektor við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands. Hún er jafnframt ritstjóri
verksins. Útgefandi ritsafnsins er Félag
ljóðaunnenda á Austurlandi.Skáldkonan Guðfinna
Þorsteinsdóttir var mjög afkastamikill höfundur.
Fyrsta ljóðabók hennar, Hélublóm, kom út árið
1937 og var Guðfinna með fyrstu íslensku
skáldkonunum sem fékk gefna út ljóðabók eftir
sig. Áður hafði hún birt nokkur ljóða sinna í
blöðum og tímaritum. Önnur ljóðabók hennar,
Fífulogar, kom út árið 1945 og sú þriðja og
síðasta, Æfintýri dagsins, árið 1958.

Verslanir

  • Penninn
    28.008 kr.
    25.207 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt