Vörumynd

Helgi Valur-Notes From The Und

Notes From the Underground er þriðja frumsamda
plata söngvaskáldsins Helga Vals Ásgeirssonar.
Platan er samin á geðdeild, áfangaheimili og í
Berlín. Reynt e...

Notes From the Underground er þriðja frumsamda
plata söngvaskáldsins Helga Vals Ásgeirssonar.
Platan er samin á geðdeild, áfangaheimili og í
Berlín. Reynt er að sætta ólíka heima
edrúmennsku, stjórnleysis, geðheilbrigðis og
geðveiki.
Helgi Valur kom fyrst fram á
sjónarsviðið þegar hann sigraði í
trúbadorakeppni Rásar 2 árið 2004. Eftir það
gerðust hlutirnir hratt og vegna samstarfs við
Jón Ólafsson fékk Helgi plötusamning hjá Dennis
Records, dótturfyrirtæki Senu. Fyrsta platan bar
nafnið Demise of Faith og kynnti lofandi
söngvaskáld.
Á ábreiðuplötunni Black Man is God,
sem kom út 2009, fengu þekkt rapplög frá níunda
áratugnum nýjan stíl. Electric Ladyboyland var
svo önnur sólóplata Helga Vals en hún kom út
2010. Platan var alger andstaða fyrri plötunnar
að því leyti að allar útsetningar voru
yfirdrifnar. Brass, strengir og hljómsveitin The
Shemales gáfu söngvaskáldinu Helga Val sál.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt