Vörumynd

Hlýtt og satt – átján sögur

Smásagnasafnið Hlýtt og satt er fyrsta skáldverk
Davíðs Stefánssonar, en hann hefur getið sér
gott orð fyrir þrjár ljóðabækur og námsefni af
ýmsu tagi. Bóki...

Smásagnasafnið Hlýtt og satt er fyrsta skáldverk
Davíðs Stefánssonar, en hann hefur getið sér
gott orð fyrir þrjár ljóðabækur og námsefni af
ýmsu tagi. Bókin ber undirtitilinn átján sögur
af lífi og lygum og samanstendur af sögum og
prósum þar sem textinn vill ráða framvindunni
sjálfur. Filma gleymir engu, aldrei. Hún liggur
strengd á kefli sínu, í hylki sínu, átekin árum
síðar; liggur á meðal ósoðinna eggja í ísskáp
sem er minn eigin og ég opna oft á dag.

Filma
geymir allt sem ég hef gleymt; þessi sárustu
augnablik sem minnið ræður ekki við að geyma og
frystir í aðskildum hólfum eins og vatn í boxi,
eins og klaka í boxi. Ég stíg út úr öryggi
eldhússins, á eftir stíg ég þaðan, rétt bráðum,
eggið er soðið lint eins og vera ber, saltað og
rjúkandi, og ég rýf hvítuna með þéttum
þrýstingi; sker hana með beittum hnífi og horfi
á rauðuna renna út úr sárinu.

Og þá stíg ég út
úr örygginu, filman er sótt, ég framkalla; kalla
fram sársauka sem aldrei var minn eigin en
aldrei hefur gleymst.

Verslanir

  • Penninn
    3.941 kr.
    3.550 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt