Vörumynd

Hjúkrun og fjölskyldur

Hjúkrun og fjölskyldur er ein fyrsta bókin sem
gefin er út um fjölskylduhjúkrun. Hún er samin
fyrir hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk sem
sinnir fjölskyldu...

Hjúkrun og fjölskyldur er ein fyrsta bókin sem
gefin er út um fjölskylduhjúkrun. Hún er samin
fyrir hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk sem
sinnir fjölskyldum. Í bókinni er lögð áhersla á
leiðbeiningar um mat og meðferð
hjúkrunarfræðinga á fjölskyldum þeirra sem eiga
við bráð veikindi að stríða. Megintilgagnur
bókarinnar er:
- að veita hjúkrunarfræðingum
traustan fræðilegan grunn fyrir fjölskyldumat og
-meðferð
- að veita upplýsingar um skýr,
hnitmiðuð og heildræn líkön fyrir fjölskyldumat
og -meðferð sem byggjast á bestu viðteknum
starfsvenjum
- að veita upplýsingar og miðla
þekkingu um hvernig auka megi hæfni og færni í
að taka fjölskylduviðtöl
- að gefa
hjúkrunarfræðingum fyrirmyndir með raunverulegum
klínískum dæmum um hvernig á að undirbúa,
framkvæma, skrá og ljúka fjölskylduviðtölum
- að
kenna hjúkrunarfræðingum að meta þau öflugu
áhrif sem samstarf hjúkrunarfræðings og
fjölskyldu getur haft í þeim tilgangi að draga
úr vanlíðan af völdum bráðra veikinda eða
langvinnra sjúkdóma

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt