Vörumynd

Rokland

Böddi Steingríms snýr aftur heim á Sauðárkrók
eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi og fer að
kenna við Fjölbrautaskólann. En Krókurinn
reynist of lítill stað...

Böddi Steingríms snýr aftur heim á Sauðárkrók
eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi og fer að
kenna við Fjölbrautaskólann. En Krókurinn
reynist of lítill staður fyrir svo stóryrtan
mann og Bödda er sagt upp störfum eftir að hafa
gengið fram af nemendum í helgarferð þar sem
hann lét þá gista í Grettishelli til þess að
lifa sig inn í söguna. Böddi er andans maður í
ríki efnishyggjunnar og fær útrás á bloggsíðu
sinni þar sem hann beinir spjótum sínum að
nútímaþjóðfélaginu eins og það leggur sig. Og
einn góðan veðurdag segir hann því stríð á
hendur ... Rokland er saga um einmana
uppreisnarmann sem er of gáfaður fyrir Krókinn,
of reiður fyrir Reykjavík og of hreinskilinn
fyrir Ísland. Rokland kallast á við fyrri verk
Hallgríms hér má finna svartan og sprúðlandi
húmorinn úr 101 Reykjavík, íróníska
samtímaádeilu eins og í Þetta er allt að koma og
snarpar og sláandi þjóðlífslýsingar líkt og í
Höfundi Íslands.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt