Vörumynd

Bútasaumur í rauðu og hvítu

Verið velkomin í heim rauðra og hvítra búta!
Bútasaumsstykki sem gleðja augað og gagnast við
dagleg störf.
Höfundurinn fléttar notuðum
viskastykkju...

Verið velkomin í heim rauðra og hvítra búta!
Bútasaumsstykki sem gleðja augað og gagnast við
dagleg störf.
Höfundurinn fléttar notuðum
viskastykkjum, útsaumi og dúkum frá gamalli tíð
saman við ný efni svo úr verða bútasaumsstykki
sem bæði gleðja augað og gagnast við dagleg
störf. Stykkin eru skreytt með tölum, borðum og
hekluðum blúndum Í sumt gamalt, sumt nýtt.
Ef
ekki er mikið um afgangsefni á heimilinu er
tiltölulega auðvelt að kaupa efni og skraut í
gömlum stíl í hannyrða- og
vefnaðarvöruverslunum.
Uppskriftirnar eru allt
frá praktískum innkaupapokum og skrautlegum
púðum yfir í veggmyndir og stór rúmteppi. Það er
enginn skortur á hugmyndum hér! Allir geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. Þó hér sé
aðallega unnið með rauða og hvíta búta (með
smávegis af bleiku og grænu og óbleiktum hör) þá
er lítið mál að skipta litum út fyrir það sem
þér hentar í hvert sinn.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt