Vörumynd

Tiny Towns

Þú ert borgarstjórinn í örbæ í skóginum þar sem allar litlu verur skógarins hafa sest að, í skjóli frá rándýrum. Þetta nýja land er lítið og af litlu að taka, svo þú notar það sem fæst og segir aldrei nei þegar þér eru boðin efni til byggingar. Planaðu vel og smíðaðu blómlegan bæ, og ekki láta hann fyllast af ónotuðum afurðum! Bærinn sem dafnar best sigrar spilið! Í Tiny Towns er bærinn þinn sý...
Þú ert borgarstjórinn í örbæ í skóginum þar sem allar litlu verur skógarins hafa sest að, í skjóli frá rándýrum. Þetta nýja land er lítið og af litlu að taka, svo þú notar það sem fæst og segir aldrei nei þegar þér eru boðin efni til byggingar. Planaðu vel og smíðaðu blómlegan bæ, og ekki láta hann fyllast af ónotuðum afurðum! Bærinn sem dafnar best sigrar spilið! Í Tiny Towns er bærinn þinn sýndur með 4x4 reitum þar sem þú stillir upp afurðarkubbum eftir sérstöku munstri til að smíða byggingar. Hver bygging skorar stig á sinn einstaka hátt. Þegar enginn leikmaður getur lengur sett út fleiri kubba eða byggt neinar byggingar, lýkur spilinu, og reitir sem ekki hafa byggingu gefa mínus eitt stig. Leikmaðurinn sem fær flest stig sigrar! https://youtu.be/WGhZ83B4MoQ

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt