Vörumynd

Flateyjargáta kilja

Flateyjargáta (2002) er fjórða skáldsaga Viktors
Arnar Ingólfssonar og ein helsta sagan í hópi
menningarlegra glæpasagna á íslensku. Hún fellur
einnig í flo...

Flateyjargáta (2002) er fjórða skáldsaga Viktors
Arnar Ingólfssonar og ein helsta sagan í hópi
menningarlegra glæpasagna á íslensku. Hún fellur
einnig í flokk sögulegra skáldsagna því hún
gerist upp úr miðri tuttugustu öld.
Þegar lík
finnst í útskeri á Breiðafirði 1. júní 1960 er
óreyndur fulltrúi sýslumannsins á Patreksfirði
sendur á vettvang til að kanna málið. Rannsóknin
vindur upp á sig og teygir anga sína til
Reykjavíkur og annarra landa. Miðpunktur
sögunnar er þó í Flatey og bókin sem við eyna er
kennd, Flateyjarbók, gegnir lykilhlutverki við
lausn gátunnar. Þetta er margslungin og
spennandi sakamálasaga og þótti verðugur arftaki
sögunnar Engin spor (1998) sem vakti athygli
bókmenntaunnenda á þessum höfundi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt