Vörumynd

Cortes Feðgar-Ísland

Ísland er einstök geislaplata með feðgunum
Garðari Cortes og Garðari Thór Cortes sem báðir
eru í meðal ástsælustu söngvara þjóðarinnar.
Þetta er fyrsta geis...

Ísland er einstök geislaplata með feðgunum
Garðari Cortes og Garðari Thór Cortes sem báðir
eru í meðal ástsælustu söngvara þjóðarinnar.
Þetta er fyrsta geislaplatan sem þeir feðgar
vinna saman en á hana hafa verið valin helstu
sönglög og ættjarðarperlur Íslendinga frá
síðustu öld. Meðal laga á plötunni eru: Blítt er
undir björkunum, Vísur Vatnsenda-Rósu, Í dag
skein sól, Draumalandið, Maístjarnan, Brennið
þið vitar, Sjá dagar koma og Ísland ögrum
skorið. Einlægur flutningur þeirra Cortes feðga
á þessum einstöku söngperlum í nýjum og
glæsilegum útsetningum mun ylja hlustendum nær
og fjær. Lögin eiga það sameiginlegt að vera
eftirlætislög þeirra Garðars og Garðars Thórs,
og eiga sérstakan stað í hjörtum margra
Íslendinga. Þeir hafa sem listamenn flutt þau
oft áður, en oftast aðeins með píanóundirleik.
Það þótti tímabært að setja þessi lög í nýjan
búning. Efni sönlaganna spanna allt frá vegsömun
náttúrdýrðarinnar til baráttunnar við
náttúruöflin, og frá ástarljóðum til
baráttusöngva.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt