Vörumynd

Hjalti og Lára

Eftir að hafa komið saman fram yfir 500 sinnum
gefa hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley
Jóhannsdóttir út sína fyrstu plötu og nefnist
hún einfaldlega Hjalti...

Eftir að hafa komið saman fram yfir 500 sinnum
gefa hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley
Jóhannsdóttir út sína fyrstu plötu og nefnist
hún einfaldlega Hjalti og Lára. Rómantíkin
svífur yfir vötnum á plötunni sem inniheldur 12
lög, íslensk og erlend. Hjalti og Lára flytja
rólegar ballöður í bland við kántrý skotna
slagara. Flest lagana hafa þau verið beðin um að
flytja við ýmiskonar tilefni og hafa lögin svo
fylgt þeim í gegnum árin. Platan var tekin upp í
Hofi og inniheldur hún lögin Ó þú, Heyr mína bæn
og Tvær stjörnur. Tvö laganna, Vetrarvinur og
Við munum aldrei ganga ein, eru frumsamin fyrir
plötuna auk þess sem guðsmennirnir Oddur Bjarni
Þorkelsson og Svavar Alfreð Jónsson sömdu nýja
íslenska texta við erlend lög. Einvala hópur
hljóðfæraleikara spilar ásamt Hjalta og Láru á
plötunni en þeir eru Einar Örn Jónsson,
píanó/harmóníum, Gunnar Illugi Sigurðsson,
trommur og Pétur Ingólfsson, kontrabassi.
Upptökustjórn annaðist Hrafnkell Sigurðsson og
um eftirvinnslu sá Finnur Hákonarson.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt