Vörumynd

Aska - Formationen

Eftir að Eyjafjallajökull gaus vorið 2010 var
Thelma Ingvarsdóttir Herzl, fegurðardrottning,
fyrirsæta og ljósmyndari, stödd í Austurrík. Hún
var ein af þei...

Eftir að Eyjafjallajökull gaus vorið 2010 var
Thelma Ingvarsdóttir Herzl, fegurðardrottning,
fyrirsæta og ljósmyndari, stödd í Austurrík. Hún
var ein af þeim sem undraðist hvað máttur
íslenska eldfjallsins var mikill þegar lofthelgi
heillrar heimsálfu lokaðist vegna þessa atburða.
Einn að uppistöðuþáttum verka hennar hefur verið
tilfinningasambandið við upprunann og úr varð að
þegar gosinu linnti að hún flaug til Íslands og
fór á vettvang umbrotanna. Hún tók ljósmyndir af
ummerkjum gossins, af öskuninni og hvernig hún
breytti landinu og gekk í samband við gróður,
vatn og ís. Þannig verður grá hula öskunnar að
bakgrunni sem hún vinnur með. Yfirborði þar sem
hún sér form og myndir. Lifandi land.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt